Kjörræðismaður Lettlands á Íslandi
Latvijas goda konsulātā Islandē
Karl Georg
Sigurbjörnsson
Karl Georg Sigurbjörnsson, hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður til að gegna stöðu kjörræðismanns Lettlands á Íslandi. Kjörræðisskrifstofa var formlega opnuð í Lækjargötu 4 í Reykjavík þegar Lettland tók við forsæti Evrópuráðsins af Íslandi á fundi ráðsins í Hörpu, 17. maí 2023. Við það tækifæri afhenti Edgars Rinkēvičs, sem þá var utanríkisráðherra Lettlands Karli Georg Sigubjörnssyni trúnaðarbréf sem kjörræðismaður Lettlands á Íslandi (Honorary Consul of Latvia in Iceland) Hálfum mánuði síðar var Edgars Rinkēvičs kjörinn forseti Lettlands.
Kjörræðisskrifstofa Lettlands á Íslandi starfar undir, og í náinni samvinnu við, sendiráð Lettlands í Osló. Sendiherra Lettlands gagnvart Íslandi, með aðsetur í Osló í Noregi, er Mārtiņš Klīve en hann afhenti forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum hinn 31. maí 2022.
Karl Georg er giftur Ilonu Sigurbjörnsson og eiga þau saman fjögur börn.